Butler lávarður

Finnst engum öðrum en mér fyndið að gaurinn sem samdi skýrsluna um íraks-klúður Blair heiti Butler og sé lávarður? Ætli hann sé sjálfur með butler á herragarðinum sí­num? Hvernig ætli sá maður titli sig – Butler of Lord Butler?

Menn sem heita Butler eiga að afsala sér lávarðartign, á sama hátt og menn sem heita Páll eiga ekki að sækja um vinnu sem bréfberar…

Annars er það skringilegt fyrirbæri þessar lávarða-rannsóknarnefndir í­ Bretlandi. Þessar nefndir rannsaka mál og semja um þær skýrslur. En í­ stað þess að láta sér nægja að leggja fram efnisatriði málsins fyrir stjórnmálamenn, fjölmiðla og almenning að dæma um – þá fella nefndarformennirnir gildisdóma. Þessir úrskurðir eru svo taldir mikill sigur fyrir mennina sem skipuðu nefndina fyrir það fyrsta!

Hugsum okkur að þetta væri gert hérna heima. Rí­kisstjórnin myndi skipa Einar Benediktsson, Sveinbjörn Dagfinnsson, Birgi Ísleif Gunnarsson eða Karl Steinar Guðnason (hátt settan embættismann úr stjórnkerfinu) til að leggja mat á það hvort rí­kisstjórnin hafi farið offari í­ fjölmiðlafrumvarpsmálinu. Sá myndi svo skila skýrslu sem segði að hér væri margt í­ mörgu, en stjórnin hefði brugðist rétt við. Myndu fjölmiðlar og stjórnarandstaða þá bara yppta öxlum og segja: „Jæja, við verðum ví­st að kyngja þessu…“ – Varla.

* * *

Erum við að fá nýja nágranna? Kjallaraí­búðin var auglýst til sölu á Mogga-fasteignavefnum fyrr í­ vikunni, en er horfin þaðan núna. Ætli það sé ekki merki um að búið sé að ganga frá kaupum? Hefði samt haldið að væntanlegir kaupendur myndu banka upp á hjá okkur, þó ekki væri nema til að vita hvort e-ð standi til í­ framkvæmdamálum og þessháttar.

(Leiðrétting, kl. 15:55: í­búðin er aftur komin á sölulista.)

* * *

Staðan í­ sjoppukeppninni er æsispennandi:

Hallinn 15 : Skalli 11

Hamraborg 10 : Bogga Bar 5

Brú 14 : Staðarskáli 20

Egilsstaðir 12 : Varmahlí­ð 17

Jamm.