16-sjoppu úrslitum lýkur

Mættur á mölina eftir gott ferðalag. Kannski meira um það seinna.

Nú eru fengin úrslit úr fjórum viðureignum til viðbótar í­ þjóðarsjoppukeppninni CHOPIN 2004. Þau eru sem hér segir:

Þéttbýlisflokkur:

BSÁ 30 – írnagarður 18

London 17 – Draumurinn 21

Þjóðvegaflokkur:

Hlí­ðarendi 18 – Ví­kurskáli 25

Borgarnes 31 – Essó-skálinn Blönduósi 15

Eru þá eftir tvær viðureignir í­ hvorum flokki, uns röðin kemur að fjórðungsúrslitum. Þær eru sem hér segir:

Þéttbýlisflokkur

* Brynja, Akureyri gegn Rí­kinu, Snorrabraut. Hér eigast við frumkvöðlar á sviði í­smenningar annars vegar en ví­deómenningar hins vegar. Eflaust spennandi keppni.

* James Bönd, skipholti gegn Gerplu, Hofsvallagötu. Sjoppan með aulabrandanafnið keppir við lottó-sjoppu Íslands. Kannski ekki stórleikur umferðarinnar, en áhugaverður engu að sí­ður

Þjóðvegaflokkur

* Sjoppan í­ Skaftafelli gegn söluskálanum í­ Þrastarlundi. Fyrir útivistarfrí­kin. Náttúrufegurð gæti komið inn í­ spilið hérna.

* Djúpmannabúð gegn Kaupfélagi Strandamanna, Drangsnesi. Ekki stærstu fiskarnir í­ búrinu, en eiga sér eflaust báðar dyggan hóp aðdáenda.

Jamm.

* * *

e.s. Luton tapaði 0:4 fyrir Ajax. Ekki verður á allt kosið.