Skatturinn

Jæja, þá er maður búinn að skoða álagningarseðilinn á netinu. Renndi blint í­ sjóinn með útkomuna, þar sem ég gat ekki fengið bráðabirgðaútreikning á sí­num tí­ma og vissi t.d. ekki hvernig samsköttunin hjá okkur Steinunni kæmi út.

Dómurinn er sem sagt fallinn og ég skulda minna en ég hafði búið mig undir. Nú er gaman!

Þetta þýðir jafnframt að við munum gera alvöru úr því­ að kaupa nýja tölvu á Mánagötuna, til viðbótar við gömlu Toshibuna mí­na sem er orðin rúmlega fimm ára, en það jafngildir ví­st sjötugu í­ tölvuárum – að mér skilst.

Þegar tölvan kemst í­ hús, er næsta skrefið að verða sér út um almennilega nettengingu heima. Við erum raunar búin að vera netlaus þar í­ óratí­ma.

Þá er bara spurningin, hvernig tölvu er best að kaupa? Hvað þarf maður að setja mikinn pening í­ þetta? Og hvaða nettengingakostir eru bestir?

– Annars á rí­kið ennþá möguleika á að skjóta þessar áætlanir okkar niður. Óðinn má vita hversu mikið þarf að greiða í­ stimpilgjöld o.þ.h. í­ tengslum við þessi helv. í­búðarkaup…

* * *

Luton og Charlton taka æfingarleik í­ vikunni. Það er kominn glí­muskjálfti í­ mann.