Á-á-á…

Esjan klifin í­ fyrsta sinn. Tæplega hundrað manns voru búnir að skrifa sig í­ gestabókina í­ útsýnisskí­funni þegar við mamma og pabbi skröngluðumst á toppinn um áttaleytið. Óttaðist helst að skrælna á leiðinni. Svitnaði eins og loðfí­ll og þótt ég þambaði tvo lí­tra á leiðinni kom ég þyrstur heim. Á dag eru strengir.

Hvet þó alla til að hlaupa upp á fjóshauginn.

* * *

Skemmti mér áfram við að lesa 5.maí­ blað Moggans frá 1959. Þar er skammargrein á baksí­ðu um að kommúnistaforingjarnir á Neskaupstað séu „forstjórar í­ verkalýðsforystugervi“.

Inni í­ blaðinu er Snorra Jónssyni kommúnista og sí­ðar formanni ASÁ lí­kt við þýska nasista. Skýringin er augljós. Hægrimaðurinn Guðni írnason frá Trésmí­ðafélaginu hafði flutt ræðu á 1.maí­ og kommúnistar baulað. Þá kom Snorri í­ pontu, hastaði á hópinn og sagði „Við skulum lofa manninum að ljúka máli sí­nu.“ Komst þá kyrrð á hópinn.

Einhverjir hefðu túlkað þetta sem svo að Snorri Jónsson hafi verið að koma til hjálpar og borið vopn á klæðin. Onei. Mogginn bendir á að með setningunni „Við skulum lofa manninum að ljúka máli sí­nu.“ – Hafi Snorri í­ raun verið að segja að hann (og þar með kommúnistar) réðu því­ hverjir fengju að tala. – Augljóst, ekki satt?

En það er nú gott að búið sé að festa það á bók í­ ævisögu Valtýs Stefánssonar að Morgunblaðið hafi aldrei farið niður á lágt plan…

Af öðru efni í­ blaðinu má nefna umfjöllun um bikarúrslitaleik Luton og Notingham Forest á Wembley – sem illu heilli tapaðist. Þá er haft eftir „Nóbelsverðlaunamanninum“ Harold C. Urey að lí­klega sé eldur í­ iðrum tunglsins og að gí­garnir þar séu eldfjöll, ekki eftir loftsteina. Þabbaraþabb.

* * *

Feilaði mig í­ blogginu í­ gær. Luton var vitaskuld ekki að spila þá, heldur í­ kvöld. Milton Keynes (gamla Wimbledon) tapaði í­ gær. Stuðningsmenn liðanna í­ deildinni ætla margir hverjir að sniðganga útileikina gegn þeim. Markmiðið er að gera Milton Keynes gjaldþrota, til að tryggja að ekki verið oftar reynt að kaupa upp og flytja knattspyrnulið með þessum hætti.

Einherji, Vopnafirði var með pálmann í­ höndunum eftir jafntefli Seyðfirðinga. Hefðu getað tryggt sér sæti í­ úrslitakeppninni en töpuðu heima. Huginn, Seyðisfirði getur því­ klárað þetta um helgina og Fjarðabyggð er nú þegar sloppið áfram.

Jamm.