Lou Reed var flottur í gær. Ef ég væri fimmtán myndi ég eflaust leggjast í heróín og ólifnað í tuttugu ár, til þess að geta risið til lífsins þrjátíu árum síðar og étið salat í öll mál. – Eða ekki…
Það var gaman á tónleikunum og Reed virtist skemmta sér vel sjálfur. Hann hefði alveg mátt taka meira að nýja efninu sínu, t.d. af þessari Hrafns-plötu.
Uppklappsstrategían hjá karlinum var samt frekar slöpp. Það er alltof fyrirsjáanlegt þegar menn skilja eftir alla helstu hittarana. Allir í salnum sáu í gegnum það að Reed var búinn að ákveða fyrirfram að láta klappa sig upp tvisvar.
Pixies gerðu þetta miklu betur. Þau kláruðu frægustu lögin snemma á tónleikunum og enduðu á minna þekktum lögum. Svo er líka gott trix að kveikja ljósin í salnum meðan á uppklappi stendur. Einhvernveginn er miklu skemmtilegra fyrir áhorfendur að geta talið sér trú um að tónlistarmennirnir hafi í raun og veru verið sannfærðir um að bæta við lögum…
Jamm.