Leiknum gegn Torquay er lokið. 1:0 fyrir Luton. Ekki stórsigurinn sem sumir stuðningsmenn vonuðust eftir, en leikir gegn slöku liðunum hafa einmitt oft vafist fyrir okkur í gegnum tíðina.
Colchester tapaði og fyrir vikið er Luton eitt á toppnum með tólf stig úr fjórum leikjum. Það er félagsmet sem fyrr segir. Spurning hvaða innistæða sé fyrir þessari velgengni, en gaman meðan það varir.
Hearts vann 3:0 og virðist ætla að treysta stöðu sína sem þriðji besti klúbbur Skotlands.
Allt í járnum á Akureyri. Ég þyrfti helst að bryðja róandi… Fokk, fokk, fokk – ef við töpum þá erum við í SVOOOO vondum málum…