Samsæri

Colchester-stuðningsmennirnir leynast ví­ða! Eða hvernig má annars skýra textavarp RÚV, sem birtir stöðuna í­ ensku 1.deildinni (sem þar er raunar kölluð 2. deild)?

Af einhverjum annarlegum hvötum kýs stjórnandi Textavarpsins að birta ví­tsvitandi RANGA stöðu í­ deildinni og mætti halda að Luton hafi bara leikið tvo leiki en ekki fjóra og að liðið sé með sex stig en ekki tólf.

Þetta er ekkert minna en samsæri og sví­virða við greiðendur afnotagjaldanna.

* * *

Og talandi um samsæri – af hverju tapa KR-ingar alltaf, alltaf, alltaf þegar ég vona að þeir vinni? KR-ingar áttu tækifæri á að leggja sitt af mörkum til að senda niður Grindaví­k – lið sem veldur þeim sí­felldum vandræðum, en klúðruðu því­. Þetta er nóg til að gera hvern mann gráhærðan.

* * *

Mætti í­ ÓL-spjall hjá Loga Bergmann í­ gærkvöld. Held að þátturinn hafi bara verið ágætlega skemmtilegur. Það hefði þó vissulega mátt hugsa sér skemmtilegri kringumstæður, þar sem Íslendingar eru allir sársvekktir með árangurinn á leikunum til þessa.

Hvað heldur fólk með stangarstökkið í­ kvöld? Ég giska á 10-11 sæti.