Við Björn eigum það sameiginlegt að gera stundum „tilraunir“ með bloggsíður okkar.
– Hann gerir tilraunir með að breyta setningum til að athuga hversu nákvæmlega öfundarmenn hans lesa síðuna.
– Ég kanna stundum hversu vel starfsfólk Textavarpsins fylgist með síðunni minni.
Á morgun, kl. 8:40 setti ég inn færslu þar sem ég kvartaði yfir því að síða 354 í Textavarpinu hefði ekki verið uppfærð.
Voila! Um fjögurleytið hafði þessu verið kippt í liðinn. Þó er ekki nema hálfur sigur unninn, því Colchester er sagt vera með 10 stig, en hið rétta er að Colchester, Hull og Sheffield Wednesday eru öll með 9 stig.
Gaman verður að sjá hversu lengi Textavarpið verður að kippa þessu í liðinn.
Ójá.