Auglýsing úr blaði starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá árinu 1968:
Hljómplötur
Á ráði er að hafa „opið hús“ í félagsheimilinu af or til, þar sem verður m.a. diskótek-músík á boðstólum, en til þess þarf félagið að eignast dálítið af hljómplötum. Nokkur vísir að plötusafni er til, en ekki nóg. Er ví skorað á starfsfólk, sem á plötur, sem það er hætt að spila, að gefa félagsheimilinu þær. Öðrum getur þótt skemmtileg lög, sem þið eruð búin að fá leið á, en þær verða að vera heilar. Allar tegundir af músík eru þegnar: Bítlalög, jazz, dægurlög, létt tónlist og klassísk.
Stjórnin.
Úff, hvað það hefur komið skrautlegt plötusafn út úr þessu! Hins vegar kemur nokkuð á óvart að sjá orðið „diskótek-músík“ í texta frá 1968. Einhvern veginn tengið ég hugtakið diskótek við átttunda áratuginn, diskóið og það allt saman.
Smá gúggl á netinu tengir hins vegar Bítlana við „the discoteque revolution“ á haustmánuðum 1968. – Hvað segja orðsifjafræðingar um uppruna heitisins diskótek?
* * *
Eyjamenn komnir á topp deildarinnar! Þessu hefði ég ekki trúað í vor þegar ég horfði á FRAMara spila á Hásteinsvelli. Þá hefði ég giskað á að FRAM sigldi lygnan sjó um miðja deild en íBV yrði nær fallbaráttunni. Það er aðdáunarvert hversu mikil seigla er alltaf í liðinum frá Eyjum. 31 mark – átta mörkum meira en næsta lið er heldur ekkert slor.
Fylkir-KA á Sýn í kvöld. Tap sendir KA hálfa leið niður um deild. Spurning um að bjóða sér í heimsókn á einhverju Sýnar-væddu heimili eða líta á einhverja knæpuna. – Einhver annar sem hefur hug á að fylgjast með stórleiknum?