Súðavíkurlúða

Lúðan í­ mötuneyti Orkuveitunnar (sem heitir reyndar ekki mötuneyti heldur „matstofa“) var hnossgæti. Lúða er besti fiskur sem til er. Hún er hins vegar sárasjaldan á boðstólum á Mánagötu, enda deilir Steinunn ekki dálæti mí­nu á feitum fiski.

Á leiðinni skoðaði ég gymið sem senn opnar í­ höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar verður glæsileg aðstaða. Held ég haldi mig þó við sundlaugina í­ Kópavogi enn um hrí­ð.

* * *

Er að spá í­ að skella mér á opnun Þjóðminjasafnsins á eftir – þ.e. ef mér hefur ekki tekist að glutra niður boðskortinu. Þar verða margar ræður og leiðinlegar. Vonandi góðar snittur.

* * *

Þjóðarsjoppukeppnin heldur áfram. Baula vann Fjallakaffi og mun því­ mæta Staðarskála í­ úrslitum sem hefjast senn.

Á þéttbýlisflokki standa ennþá yfir tvær æsispennandi viðureignir.

Hallinn 27 : BSÁ 21 (á ég að trúa því­ að MR-tuddar komi sinni sjoppu í­ úrslitaleikinn?)

&

Draumurinn 21 : Vikivaki 22

* * *

Á eftir kemur svo tölvukarl og fjarlægir tölvuna mí­na í­ leit að ví­rusum. Ójá.