Páll Skúlason kom í heimsókn á safnið. Nei, ekki Páll Skúlason heimspekingur – höfundur bókanna Spælingar I, II og III – heldur Páll Skúlason lögfræðingur og ritstjóri Skjaldar.
Páll var að leita upplýsinga um opnun Elliðaárstöðvar, þegar Kristján kóngur og Alexandrína drottning tóku vélarnar í notkun 27. júní 1921.
Raunar hafði stöðin verið starfrækt nokkru lengur. Nokkur hús í Reykjavík höfðu fengið bráðabirgðatengingu fyrir tímann, jafnt mannvirki vegna hafnargerðarinnar og hús sem komu við sögu við móttöku konungshjónanna.
Páll varpaði fram þeirri tilgátu að koma kóngsins í Elliðaárstöðina hafi verið ákveðin seint og illa. Opnun rafstöðvarinnar var t.d. ekki á prentaðri dagskrá heimsóknarinnar. Ef þessi tilgáta er rétt, þá útskýrir það ýmislegt í kringum þetta mál allt, t.d. hvers vegna lóðin var á rúi og stúi, þótt von væri á mektarfólki.
* * *
Sjónvarpið hyggst greinilega halda áfram að ýta undir drykkjuskap þjóðarinnar. Mynd kvöldsins er Billy Elliot. Hvað er eiginlega búið að sýna hana oft? Þrisvar? Fjórum sinnum?