Grannaslagur

Kostuleg frásögn Fréttablaðsins af dólgslátum 2.flokks HK, sem hafði Íslandsmeistaratitilinn af Blikum með því­ að taka af þeim stig í­ lokaleiknum og fögnuðu svo eins og óðir menn – brunuðu jafnvel í­ Hafnarfjörðinn til að hylla Íslandsmeistara Skagamanna.

Fréttablaðsskrí­bentinn var ákaflega sár yfir þessu öllu saman og tuðaði yfir óí­þróttamannslegri hegðun. Kannski – en svona er það bara með nágrannalið.

Alveg er ég viss um að HK-strákarnir hefðu fengið að heyra af því­ í­ heilt ár ef Blikarnir hefðu tekið titilinn. Held að Haukar hefðu brugðist eins við ef þeir hefðu náð að klekkja á FH-ingum; Þórsara ef þeir hefðu gert það sama við KA-menn; Þróttarar ef þeir hefðu sví­nað á Ví­kingum eða Valsarar ef þeir hefðu unnið FRAM.

* * *

Lag dagsins er „Útilokaður“ með Purknum. Á gærkvöld fórum við Steinunn í­ göngutúr laust fyrir miðnættið. Þar sem ég skipti um buxur áður en af stað var lagt, færði ég lyklana á milli.

Á lok gönguferðar kom í­ ljós að lyklarnir í­ vasanum voru ekki húslyklarnir heldur bí­llyklarnir. Þurftum því­ að keyra vestur í­ bæ og ná í­ varalykla hjá mömmu og pabba. Þetta var þó ágætlega sloppið í­ ljósi þess að það er rétt um mánuður sí­ðan við létum búa til varalyklasett og komum því­ í­ geymslu annars staðar. Fyrir þann tí­ma hefðum við væntanlega orðið að ræsa út lásasmiði (sem eru þrjótar að sögn DV í­ dag) eða að mölva rúðu. (Hér mætti setja inn orðaleik með að hurð hafi skollið nærri hælum…)

* * *

íþróttadagur fjölskyldunnar hjá FRAM á morgun. Þar sem ég er kominn í­ stjórn, verður nóg að gera. Hvort ætli ég nýtist betur í­ að smyrja flatbrauð, raða stólum, grilla pylsur eða tí­na saman drasl?