Mogginn slær því upp í dag að Þjóðverjar vilji ekki leika opnunarleikinn á HM 2006. Á fréttinni segir:
Þjóðverjar ætla ekki að leika upphafsleikinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem fer fram í Þýskalandi 2006. Þeir telja að rétt sé að heimsmeistararnir frá Brasilíu leiki upphafsleikinn á hinum nýja leikvelli í Mí¼nchen, Allianz Stadium, 9. júní. Þjóðverjar munu leika sinn fyrsta leik þremur dögum síðar á Ólympíuleikvanginum í Berlín.
Brasilíumenn léku upphafsleikinn á HM í Þýskalandi 1974, gegn Júgóslavíu.
Uhh… hver er fréttin í þessu? Ef mér skjöplast ekki þeim mun meira, þá hefur opnunarleikur HM einmitt verið með ríkjandi meisturum frá 1974. Mexíkó – Sovétríkin 1970 er síðasta dæmið um að heimaþjóð hafi verið í opnunarleik – það er því ekki eins og verið sé að ganga þvert á einhverja hefð. Skrítin frétt.
* * *
Á dag komu dönsk ungmenni ásamt grunnskóla úr Garðinum. Heimsóknir í Rafheima fara dræmt af stað. Skýringuna tel ég vera verkfallið sem kennarar telja yfirvofandi. Enginn vill bóka skólaheimsóknir til okkar núna fyrr en ljóst er hvað gerist.
Ef til verkfalls kemur, munu eflaust ýmis námskeið og aðrir hópar sækja á um að fá að heimsækja Rafheima til að hafa ofan af fyrir grísunum. ín þess að hafa rætt það sérstaklega hér innan húss, geri ég ráð fyrir að við neitum að taka á móti hópum meðan á verkfalli stendur.
Jamm.