Snúningar

Annasamur dagur í­ gær. Fékk hóp af krökkum frá Danmörku og úr Garðinum í­ heimsókn – 10. bekkinga. Svo virðist sem kennarar séu farnir að fatta það almennt að í­ Rafheimum sé hægt að semja um að fá kennslu á dönsku/skandinaví­sku fyrir danska skiptinemahópa. Á þessu sem öðru gildir að rétti maður litla fingur er búið að hremma höndina á augabragði.

Á hádeginu brunaði ég heim og skellti mér í­ jakkaföt. Fór í­ jarðaför Dóru, ömmu Óla. Á erfinu á eftir vorum við Kjartan og Björn Ingi nánast einu ungu mennirnir í­ húsinu og við Kjartan hugsanlega þeir einu sem ekki vorum Framsóknarmenn. Athöfnin fór í­ alla staði vel fram. Ræða séra Þóris var fí­n. Vissi ekki að Dóra heitin hefði verið svona virk í­ starfi KR á sí­num tí­ma og komið að byggingu skí­ðaskálans þeirra.

Stúss og tölvupóstsskrif á safninu seinni partinn. Er ekki sáttur við það hvernig fyrirtækið ætlar að standa að málum ef til kennaraverkfalls kemur. Sendi póst um það á yfirmenn. Ef ég hverf sporlaust, þá vitiði við hverja er að sakast…

Eftir vinnu fór ég ásamt Palla Hilmars að hengja upp plaköt á Háskólasvæðinu fyrir tónleika með harðkjarnasveitinni I adapt. Dagskráin lofar góðu, en ég held ég segi samt pass að þessu sinni.

Handboltaleikur klukkan sjö. FRAM vann stórsigur á KA. Kom flestum áhorfendur þægilega á óvart. Leikstjórnandinn er átján ára, minni en ég og spilar með gleraugu. Gaman að byrja vel.

Fór af vellinum í­ hálfleik. Óli og Laurence komu í­ heimsókn og við sátum að spjalli þar til komið var að þriðjudagsfótboltanum í­ KR-heimilinu. Það voru mikil hlaup, en bakmeiðslin frá því­ í­ sí­ðustu viku öngruðu mig ekki að ráði. Sibbi, gamli bekkjarbróðir og nýbakaður pabbi, mætti eftir að hafa verið á fæðingardeildinni sí­ðast. Hann er brattur og skammast sí­n ekkert fyrir að gangast við úthverfalí­fsstí­lnum. Hann býr í­ Lómasölum. Hvers konar götuheiti er það eiginlega?

* * *

Forsí­ða DV er um forseta Miðbaugs-Gí­neu. Þetta kallar á færslu frá Sverri Jakobssyni.