Skorinn úr snörunni

Fór að heiman og í­ nettengda tölvu til að rigga upp fótboltapistli fyrir DV morgundagsins. Var í­ bölvaðri klemmu. Vangaveltupistill um fótbolta sem birtist daginn eftir lokaumferð Íslandsmótsins verður að fjalla um nýkrýnda Íslandsmeistara, ekki satt? Umferðinn hefst hins vegar kl. 16 og skilafresturinn á efninu rennur út um það leyti sem flautað er til leiksloka.

Var kominn inn á að semja tvo pistla: einn ef FH ynni og annan ef íBV ynni. Fékk þá skeyti um að pistillinn ætti ekki að birtast fyrr en á þriðjudag. Þá er það áhyggjuefni úr sögunni.

* * *

Tvær afmælisveislur í­ gær. Steinunn varð 27 ára, sem hefur lengi verið hennar skilgreining á því­ hvenær maður verður fullorðinn. Þar liggur hún í­ því­.

Um kvöldið var svo þrí­tugsafmæli hjá Bjössa frænda. Fí­nt partý.

* * *

Luton vann enn einn leikinn í­ gær, að þessu sinni Stockport á útivelli 3:0.

Erum fyrir vikið með 25 stig af 27 mögulegum eftir ní­u umferðir.

Arsenal, Chelsea, Tottenham, Wigan og Luton eru einu taplausu liðin í­ deildarkeppninni (Barnet bætist í­ hópinn ef Nationwide Conference er tekin með). Spurning hvert þessara liða heldur lengst út.

Við eigum Peterborough heima á laugardaginn kemur.

Jamm.