Vörtur

Þegar Óli Jó bauð sig fram til skólastjórnarfulltrúa í­ MR í­ gamla daga, tókust tveir á um embættið. Hann og Hjörtur nokkur sem mig minnir að hafi verið Guðmundsson. Hjörtur var Heimdellingur, sem gerði það að verkum að stór hluti hægrimanna kaus hann af þrælslundinni.

Skólastjórnarbaráttan bauð ekki upp á æsilega kosningabaráttu. Aðalverkefni skólastjórnarfulltrúa nemenda var að skæla út undanþágur og fresti fyrir skrópagemlinga og reyna að bera blak af nemendum sem lentu í­ agavandamálum – voru fullir á balli eða eitthvað slí­kt.

Það var kosningahamur í­ okkur Svenna Guðmars. Svenni var sjálfkjörinn í­ embætti ritara Skólafélagsins og ég taldi mig nokkuð öruggan í­ embætti ritara Framtí­ðarinnar (sem helví­tið hann Kristján Guy Burgess stal af mér þannig að ég lenti í­ gjaldkeradjobbinu) – svo að hvorugur okkar sá ástæðu til að berjast mikið fyrir sjálfa okkur.

Þess í­ stað var ákveðið að taka kosningabaráttu Óla með trukki – eða öllu heldur að sviðsetja kosningabaráttu í­ nafni andstæðingsins sem myndi virka svo aulaleg að það fældi frá. – Þetta fannst okkur voðalega fyndið þegar við við vorum sautján við bí­lprófsaldurinn.

Meðal slagorðanna í­ hinni meinu auglýsingaherferð Hjartar var slagorðið: „Þú færð ekki vörtur ef valið er Hjörtur!“ – Grí­pandi, ekki satt?

Hvers vegna að rifja um Vörtu-slagorðið hér? Jú, um daginn skipaði Steinunn mér að fara til heimilislæknis og láta hann frysta nokkrar vörtur sem ég er með á ilinni. Ég hundskaðist til og pantaði tí­ma hjá Svan Sveinssyni, sem ég hef hitt 1-2 á sí­ðustu fimmtán árum.

Svanur brást við eins og ég átti von á. Hélt stuttan fyrirlestur sem gekk út á að menn ættu í­ raun ekki að reyna að fjarlægja vörtur heldur bí­ða eftir að lí­kaminn kæmi sér upp náttúrulegu ónæmi gegn þeim. Því­ næst útskýrði hann lí­ffræðilega uppbyggingu vartna og kenndi loks hippunum um vörtufaraldurinn á Vesturlöndum, þar sem þeir hefðu þrammað um allt á tánum. Loks fjarlægði hann vörturnar. Svanur er mjög skemmtilegur heimilislæknir.

* * *

Sé á sí­ðum hinna og þessara stuðningsmanna Ví­kings, að þeir eru sársvekktir með fallið og kenna FRAM um frekar en sjálfum sér.

Eitt skil ég ekki varðandi Ví­kingsliðið í­ ár. Það er hvernig stendur á því­ að þeir leyfðu hálfu liðinu að fara áður en tí­mabilið var búið. Þeir sátu uppi með hálfgert varalið í­ lokaleikjunum.

Nú eru Ví­kingar ekki fyrsta liðið sem hefur haft innanborðs stráka sem eru í­ bandarí­skum háskólum. Hin liðin hafa hins vegar getað komið því­ þannig fyrir að þeir gætu hinkrað út tí­mabilið eða skotist heim í­ leiki. Á gamla daga flaug Jón Sveinsson heim í­ sí­ðustu leikina og nær okkur í­ tí­ma gerði Rikki Daða það sama – í­ það minnsta varðandi þá leiki sem skiptu miklu máli. Skrí­tið.