Palla Hilmars langar í húðflúr.
Himmi bróðir hans stingur upp á almennri fjársöfnun.
Ég er með betri tillögu. Hvernig væri að stofna almennt hlutafélag um húðflúr fyrir Palla?
Þeir sem vilja taka þátt í stofnun félagsins skrá sig með því að leggja fram hlutafjárloforð. Heildarupphæð hlutafjár verður svo ákveðin, t.d. svona 50.000 krónur (hvað veit ég svo sem um verð á húðflúrum?)
Hluthafar myndu svo fara með atkvæðisrétt á hluthafafundum í hlutfalli við eign sína. – Það væri svo hluthafafundar að ákveða hvernig húðflúrið skuli líta út og hvar á líkamann það skuli fara.
Held að það væri hægt að selja sjónvarpsréttinn af svona dæmi fyrir góðan pening!