íróðursherferð Textavarpsins gegn Luton Town virðist ekki ætla að linna. Á gær upplýsti Textavarpið að Luton hefði tapað sínum fyrsta deildarleik í ár, gegn Tranmere á útivelli. Hið rétta er að Luton gerði jafntefli og er þá með 29 stig eftir 11 umferðir, með níu sigra og tvö jafntefli.
Hér er væntanlega um að ræða þöggun af verstu gerð, þar sem einhver Arsenal-maðurinn vill ekki horfast í augu við afrek okkar. Sem fyrr eru það einungis Luton, Wigan, Arsenal og Chelsea sem eru taplaus á tímabilinu. Óskandi að Liverpool skelli Chelsea á eftir.
Næsti Luton leikur er gegn Hartlepool á födtudagskvöld. (Flýtt um einn dag vegna landsleikja.)
* * *
Talsverður hópur safnaðist saman við Alþingi á föstudaginn og nýju SHA-merkin vöktu athygli. Helgi Hóseasson mætti í boði trúleysingjanna af vantrúarvefnum.
Úr því að farið er að ræða um friðarmálefni er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að mæta á fyrirlestur á þriðjudagskvöldið. Sjá auglýsingu hér.
* * *
FRAM er að gera góða hluti í handboltanum. Sá barningssigur karlanna á Þórsunum á föstudagskvöld. Ekki glæstasti sigur sem sögur fara af, en það er lífsnauðsynlegt að vinna þessa leiki ef vel á að fara í mótinu. Hef fulla trú á að liðið fari í úrslitakeppnina í vor.
Stelpurnar komu svo öllum á óvart í gær og gerðu jafntefli gegn FH. Ætli þetta sé ekki fyrsta stig kvennaliðsins í eitt og hálft ár? Mér skilst að það sé góð stemning í kringum stelpurnar núna og að framtíðin sé bærilega björt.
Leit sjálfur við á móttöku hjá VíS fyrir meistarflokkinn í fótboltanum og velunnara hans. Þar fékk Gunni mark titilinn „leikmaður ársins“ annað árið í röð. Margar kempur hafa fengið þennan verðlaunagrip en fáir tvö ár í röð.
Eftir bjórsumblið hjá tryggingarfélaginu lá leiðin á Næsta bar, þar sem Stefán Jónsson var kvaddur með virktum. Hann er á leiðinni til Berlínar á nýjan leik.
Fyrir svefnin góndum við síðan á The Quiet American, mynd sem hafði verið látið mikið af. Hún olli mér miklum vonbrigðum. Graham Greene er í miklu uppáhaldi og bókin er meðal hans betri verka. Brendan Fraser var afleitur kostur í hlutverk Pyle og ég var ekki alveg að kaupa Caine í aðalhlutverkinu heldur.
Jamm.