Tekinn á teppið

Úff, Sverrir Jakobsson er ekki sáttur við DV-pistilinn minn. Hann sendi mér þetta skeyti (sem ég stelst til að birta í­ óleyfi):

Ég mótmæli harðlega (a la Ögmundur) DV-pistlinum í­ dag, nánar tiltekið útreikningum á stuðningsmannafjölda nýju liðanna.

Ég samþykki vissulega að skí­taliðið Crystal Palace kunni að eiga 40 stuðningsmenn á Íslandi en með hliðsjón af því­ þá hlýtur West Bromwich Albion að eiga helmingi fleiri stuðningsmenn en ekki færri, að minnsta kosti.

Þar gef ég mér tvær forsendur:

1. Meðalaldur í­slenskra karlmanna er yfir 75 ár.
2. Engin skiptir nokkru sinni um uppáhaldslið í­ enska boltanum.

Báðar þessar forsendur hljóta að teljast margsannaðar.

En hvernig er þá saga WBA þar, miðað við t.d. Crystal Palace? Jú, WBA hefur unnið deildina einu sinni og bikarinn fimm sinnum. Þegar liðið féll 1986 þá var það búið að vera í­ efstu deild í­ nánast 40 ár (1949-1973 og frá 1976).

Skoðum nánar tvö tí­mabil. írin 1953-1954 er WBA eitt af allra besta liðum enska boltanum og uppsker einn bikartitil. Næstu árin er það í­ toppbaráttunni, fer t.d. ekki neðar en 5. sæti í­ deildinni 1958-1960. Augljóslega gerast allnokkrir karlmenn sem eru nú milli sextugs og sjötugs stuðningsmenn liðsins á þessum tí­ma og hafa haft rí­ka ástæðu til að halda því­ áfram.

írin 1966-1970 hefst annar góður tí­mi. WBA verður deildabikarmeistari 1966 og er þar að auki í­ úrslitum 1967 og 1970. Liðið verður svo bikarmeistari 1968. Við fyrri stuðningsmannahóp bættist góður hópur karlmanna sem nú eru á milli fimmtugs og sextugs.

Stuðningsmenn WBA á Íslandi hljóta því­ að vera allmiklu fleiri en 20. Ég myndi skjóta á 100. Allur þorri þeirra er hins vegar milli 50-70 ára og því­ þekkjum við ekki mikið til hans.

Ég sé engar veilur í­ þessum útreikningi. Það er amk. ljóst að fleiri hljóta að halda með hinu gamalgróna Birminghamliði en skí­taliðum á borð við Grimsby og Hall.

Mkv.

Sverrir

PS. Ég er einmitt að horfa á WBA lúskra á Bolton í­ upprifjun. Zoltan Gera er góður liðsstyrkur og mun halda West Brom uppi.

Það er bara svona! Ætli Sverrir sé laumu-West Brom-maður?