Mýtan um Giggs

Einhver lí­fseigasta mýtan í­ enska boltanum er sú að Ryan Giggs hafi átt þess kost að spila fyrir enska landsliðið, en hafi valið Wales í­ staðinn. Þetta hafa menn étið hver upp eftir öðrum og ég verið í­ hópi þeirra sem tóku það trúanlegt.

Snillingarnir á fótboltasí­ðum Guardian hafa nú leiðrétt þennan misskilning. Ryan Giggs var fæddur í­ Wales og foreldrar hans eru báðir þaðan. Giggs hefði því­ ekki verið tækur í­ enska landsliðið þótt hann glaður hefði viljað.

Misskilningurinn í­ þessu máli er sprottinn af því­ að Ryan Giggs lék í­ landsliði enskra skólapilta. Það er hins vegar ekki það sama og unglingalandslið, enda eru drengirnir valdir í­ það á grundvelli skólaumdæma en ekki rí­kisfangs.

Merkilegt!

* * *

Leit á bókamarkað Eddu í­ Mörkinni. Það var nú hálf-þunnur þrettándi. Fékk samt Íslandssögu a-ö á kostakjörum, 6 þús. kall.

Spurning um að lí­ta í­ Perluna lí­ka og fylla upp í­ geisladiskasafnið. ítti leið þar fram hjá um daginn en náði ekki að skoða neitt af viti. Sýndist samt að hægt væri að fá Megas á skikkanlegum kjörum. Megas-staða heimilisins er döpur, fyrir utan safndiska og nýjasta dótið þá er „Á bleikum náttkjólum“ það eina sem til er á geisladisk. Þetta vantar því­ tilfinnanlegast:

i) Á góðri trú
ii) Megas
iii) Loftmynd
iv) Fram og aftur blindgötuna
v) barnaplötuna
– ætli ég sé að gleyma einhverju?