Aldrei þessu vant var eitthvað af viti í Mogganum í morgun.
Á gær þjarmaði Sigurður Grétar að „lagnapáfunum“ sem berjast gegn notkun plastefnis í lögnum. Það er hatrömm barátta.
Á morgun birtist svo grein eftir Hákon Fr. Jóhannsson í tilefni af nýlegum Lagnafréttapistli. Raunar ekki þeim um lagnapáfana, heldur þar sem getið var um Sóló-miðstöðvareldavélarnar. Þetta er stórfróðlegur pistill.
Stelum nú úr Mogganum:
írið 1938 hannaði faðir minn Sóló-miðstöðvareldavélina sem var með bökunarofni, nýjum reykgangi og vatnskatli sem gat hitað upp allt að fjögur meðalstór herbergi, en notaði samt óvenjulítið eldsneyti. Nýjung þótti að aðalplatan var með mörgum tungum niður í eldhólfið sem gerði það að verkum að hún hitaði sérstaklega fljótt og vel.
Vorið 1940 skrifaði Jóhann Fr. bréf til rannsóknarnefndar ríkisins, sem var að láta rannsaka mótak víða um land. Þar segist hann hafa fundið upp nýja gerð af miðstöðvareldavélum sem „brenna allskonar eldsneyti, en hafa þó reynst sérstaklega góðar fyrir mó“. Á þeim árum, í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, var mór víða eldsneytisgjafi til húsahitunar og eldunar í sveitum landsins. Eftir að olíukynding var sett í eldavélina var hún sett í fjölda fiskibáta.
írið 1939 stofnaði hann eldavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar. Ég þekki nokkuð til gerðar Sóló-eldavélarinnar vegna þess að ég starfaði á árunum 1941-1942 á verkstæðinu við framleiðslu Sóló-eldavélarinnar.
Þetta er stórmerkilegt. Gaman væri að eiga Sóló-eldavél hér á safninu.