Davíð hefur á réttu að standa

Daví­ð Oddson sagði í­ útvarpinu fyrr í­ kvöld að ef Þórólfur írnason væri Sjálfstæðismaður, þá væru vinstrimenn núna að krefjast afsagnar hans.

Það er rétt. Ég myndi krefjast afsagnar Þórólfs írnasonar ef hann væri borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins.

Það er lí­ka rétt að það væri hræsni að gera ekki það sama nú bara vegna þess að R-listinn er við völd en ekki í­haldið.

Enda er málið ákaflega einfalt. Mér finnst að Þórólfur írnason eigi að segja af sér. Ég verð sömuleiðis fyrir miklum vonbrigðum með VG ef flokkurinn kyngir þessu eins og öðru.

# # # # # # # # # # # # #

Af öllum innantómu frösunum sem fréttamenn hamra á í­ kringum þessar kosningar í­ BNA, þá er sá aulalegasti að „úrslitin gætu oltið á kjörsókninni – hversu margir kjósi úr einstökum þjóðfélagshópum“. – Uhh… með öðrum orðum, ef margir stuðningsmenn annars frambjóðandans mæta a kjörstað, þá gæti hann unnið? Vá, stórkostleg ví­sindi.

Ég held að ég hafi heyrt þessa froðu endurtekna í­ dag næstum jafn oft og frasann: „kosningarnar eru svo spennandi að stjórnmálaskýrendur treysta sér ekki til að spá!“ – Fá menn borgað fyrir að bulla svona?