Morgunblaðið sendi mér póstkort í morgun, þar sem mér var tilkynnt að til stæði að senda mér blaðið frítt í mánuð. Gat ekki skilið sendinguna á annan hátt en að blaðið byrjaði að berast á næstu dögum svo framarlega að ég hringdi ekki sérstaklega og afþakkaði.
Sú var tíðin að Mogginn sendi út svona auglýsingar og krafðist þess að þeir sem vildu fá frían Mogga fylltu út blað og sendu til baka. Síðar hóf blaðið að hringja í vænleg fornarlömb og bjóða áskriftina. Núna þarf maður hreinlega að ómaka sig til að losna við að fá blaðið. Sönnun þess að róðurinn sé að þyngjast hjá írvakri?
Ætli það sé ekki svona eitt og hálft ár frá því að við Steinunn þáðum síðast svona gjafaáskrift og sáum strax á eftir því. Á fyrsta lagi gafst aldrei tími til að lesa blaðið almennilega heima við og í öðru lagi stöfluðust upp dagblöð sem koma þurfti í blaðagám. Á ljósi þeirrar reynslu höfum við ætíð afþakkað fría Mogga síðasta árið, en núna verður okkur varla undankomu auðið. Ég mun aldrei nenna að finna þetta kort aftur og rifja upp afpöntunarsímanúmerið.
# # # # # # # # # # # # #
Dimit Kharine, gamli Chelsea-markvörðurinn gegnir um þessar mundir stöðu markmannsþjálfara hjá Luton. Það vissi ég ekki fyrr en í dag. Skemmtilegt!