Jæja, þá styttist í að Reykvíkingar velji sér næsta borgarstjóra – og þegar ég segi að „Reykvíkingar velji“, á ég vitaskuld við að Alfreð Þorsteinsson og Helgi Hjörvar komi sér saman um kandídat og þvingi samstarfsaðila sína til að kyngja niðurstöðunni.
Mér skilst að það sé ekki samrýmanlegt að gegna embætti borgarstjóra og vera á sama tíma starfsmaður safns eða menningarstofnunar sem er í eigu borgarfyrirtækis. Þar sem ég tel mig enn eiga eftir að ljúka mörgum mikilvægum verkefnum hér á safninu gef ég ekki kost á mér í djobbið í Ráðhúsinu.
En úr því að blogglistamaðurinn # – sem til skamms tíma var kallaður besti og frægasti bloggarinn – er ekki á lausu, hvern er þá hægt að velja?
Þar sem kvartað hefur verið yfir því að R-listann skorti lýðræðislegan vettvang til að skera úr ágreiningsefnum hef ég ákveðið að leggja til þessa bloggsíðu. Hér verður hægt að tilnefna borgarstjóraefni og ræða kosti þeirra og galla.
Tillaga 1:
Flosi Eiríksson. Skringileg tillaga? Tja, írni Sigfússon tapaði trekk í trekk borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en flutti sig svo suður með sjó og glansar sem bæjarstjóri í Kebblavík. Hví ekki að leita að margföldum fallkandidat úr öðru sveitarfélagi. Fáir kunna listina að tapa betur en Flosi. Hann er því svar vinstrimanna við írna Sigfússyni.
Tillaga 2:
Þórarinn V. Þórarinsson. Þó að síðasta tilraun með fyrrum símaforstjóra hafi misheppnast, þá er alls ekki fullreynt. Þórarinn gæti nýtt reynslu sína frá VSí-árunum til að útskýra kjarastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart kennurum. Á næstu kosningum gæti hann svo orðið frambjóðandi vinstrimanna og Gísli Marteinn kandidat íhaldsins. Kappræður þeirra í sjónvarpinu gætu þá kallast: Hefnd busanna!
Tillaga 3:
Sigurður G. Guðjónsson. Allir vita að Jón Ólafsson á R-listann. Sigurður er atvinnulaus og er snillingur í að ergja íhaldið.