Næsti borgarstjóri Reykjavíkur

Jæja, þá styttist í­ að Reykví­kingar velji sér næsta borgarstjóra – og þegar ég segi að „Reykví­kingar velji“, á ég vitaskuld við að Alfreð Þorsteinsson og Helgi Hjörvar komi sér saman um kandí­dat og þvingi samstarfsaðila sí­na til að kyngja niðurstöðunni.

Mér skilst að það sé ekki samrýmanlegt að gegna embætti borgarstjóra og vera á sama tí­ma starfsmaður safns eða menningarstofnunar sem er í­ eigu borgarfyrirtækis. Þar sem ég tel mig enn eiga eftir að ljúka mörgum mikilvægum verkefnum hér á safninu gef ég ekki kost á mér í­ djobbið í­ Ráðhúsinu.

En úr því­ að blogglistamaðurinn # – sem til skamms tí­ma var kallaður besti og frægasti bloggarinn – er ekki á lausu, hvern er þá hægt að velja?

Þar sem kvartað hefur verið yfir því­ að R-listann skorti lýðræðislegan vettvang til að skera úr ágreiningsefnum hef ég ákveðið að leggja til þessa bloggsí­ðu. Hér verður hægt að tilnefna borgarstjóraefni og ræða kosti þeirra og galla.

Tillaga 1:
Flosi Eirí­ksson. Skringileg tillaga? Tja, írni Sigfússon tapaði trekk í­ trekk borgarstjórnarkosningum í­ Reykjaví­k en flutti sig svo suður með sjó og glansar sem bæjarstjóri í­ Kebblaví­k. Hví­ ekki að leita að margföldum fallkandidat úr öðru sveitarfélagi. Fáir kunna listina að tapa betur en Flosi. Hann er því­ svar vinstrimanna við írna Sigfússyni.

Tillaga 2:
Þórarinn V. Þórarinsson. Þó að sí­ðasta tilraun með fyrrum sí­maforstjóra hafi misheppnast, þá er alls ekki fullreynt. Þórarinn gæti nýtt reynslu sí­na frá VSí-árunum til að útskýra kjarastefnu Reykjaví­kurborgar gagnvart kennurum. Á næstu kosningum gæti hann svo orðið frambjóðandi vinstrimanna og Gí­sli Marteinn kandidat í­haldsins. Kappræður þeirra í­ sjónvarpinu gætu þá kallast: Hefnd busanna!

Tillaga 3:
Sigurður G. Guðjónsson. Allir vita að Jón Ólafsson á R-listann. Sigurður er atvinnulaus og er snillingur í­ að ergja í­haldið.