Stóllinn

Á kvöld þeyttist ég á milli staða. Byrjaði í­ FRAM-heimilinu þar sem ég sá kvennaliðið leika fí­nan bolta gegn Eyjastúlkum. Fór í­ byrjun seinni hálfleiks. Þá var jafnt og FRAM óheppið að vera ekki yfir. Sé á Textavarpinu að það entist ekki út leikinn.

Því­ næst leit ég inn á VG-fundinn á Vesturgötunni. Enginn fagnaði því­ að borgarstjóri hafi þurft að segja af sér, en ég held að hver einasti maður hafi verið ákvörðuninni sammála. Undarlegt er það með þessa samstarfsflokka VG í­ R-listanum, hvað þeim er fyrirmunað að leysa nein mál án þess að fara að rí­fast í­ fjölmiðlum. Blekið er ekki þornað á uppsagnarbréfi borgarstjóra fyrr en borgarfulltrúi Samfylkingar fer í­ fjölmiðla og segir að næsti borgarstjóri MUNI KOMA úr röðum borgarfulltrúa, seinna um kvöldið samþykkja Framsóknarmenn ályktun um að hann SKULI EKKI koma þaðan. Hvað með að reyna – þó ekki sé nema einu sinni – að leysa málin öðruví­si en með upphrópunum?

Fótbolti í­ KR-heimilinu í­ lokin. Tapaði tveimur aðalleikjunum en fékk smáuppreisn æru í­ örstuttum lokaleik. Þetta eru miklu betri tí­mar en á Nesinu forðum.

# # # # # # # # # # # # #

Á Vesturgötunni er uppáhaldsstóllinn minn. Held að ég hafi bloggað um hann áður.

Þetta er ósköp venjulegur stóll, en á stólbakið hefur verið lí­mdur miði: „Þessi stóll á að vera hér!“ Þetta eru frábær skilaboð. Með þessu er tryggt að stóllinn er alltaf á réttum stað, sama hvert hann er fluttur.

# # # # # # # # # # # # #

Tap Tranmere í­ kvöld tryggir að Luton heldur sex stiga forystu í­ deildinni. Því­ fagna allir góðir menn.

Á morgun fer ég á farskóla safnmanna. Það er tilhlökkunarefni. Því­ miður er farskólinn í­ Reykjaví­k í­ ár, það er ekki eins skemmtilegt og gefandi og þegar haldið er út á land.