Ný vinnuregla

Hér með hef ég ákveðið að taka upp nýja vinnureglu í­ samskiptum mí­num við annað fólk. Hún er á þá leið að eftirleiðis mun ég neita að tala við aðrar manneskjur, nema þær hafi lesið grein Sverris Jakobssonar á Múrnum um Fallúja.

Dæmi:
(Sí­minn hringir á Minjasafninu)

Blogglistamaðurinn #: Minjasafn, Stefán.

Rödd í­ sí­manum: Góðan daginn, er þetta á Minjasafni Orkuveitu Reykjaví­kur?

Blogglistamaðurinn #: Já, stendur heima.

Rödd í­ sí­manum: ígætt, xxx heiti ég og er að hringja vegna…

Blogglistamaðurinn #: Afsakaðu, áður en lengra er haldið – mætti ég spyrja hvort þú sért búin að lesa greinina um Fallúja á Múrnum í­ dag?

Rödd í­ sí­manum: Ha, nei – hvað…

Blogglistamaðurinn #: Nei, því­ miður. Ég get einfaldlega ekki staðið í­ samskiptum við fólk sem gerir sér ekki grein fyrir þeim atburðum sem eru að eiga sér stað þarna suður frá. Á þessum töluðum orðum er verið að stráfella fólk í­ okkar nafni. Hrokinn og mannfyrirlitningin sem í­ framferði Bandarí­kjahers felst er slí­k að enginn má standa aðgerðalaus hjá.

Rödd í­ sí­manum: Ha?

Blogglistamaðurinn #: Mætti ég ekki biðja þig um að leggja á núna. Lesa greinina og hringja svo aftur. Þá skal ég sjá hvað ég get hjálpað þér. Heyrumst sí­ðar.

(Sí­mtali slitið)

Hvet alla blogglesendur til að taka upp sömu siði.