Enn um Vestur-Sahara

Fundurinn reyndist mjög fróðlegur. Þetta er stórmerkilegt samfélag þarna í­ eyðimörkinni og maður þurfti að kyngja þekkingarleysi sí­nu margsinnis. Ég vissi til dæmis ekki að Vestur-Saharabúar eru spænskumælandi auk þess að tala arabí­sku. Fyrir vikið njóta þeir mikils stuðnings rí­kja í­ Römönsku Amerí­ku.

Fyrirlesarinn virtist samt ekki alveg kunna að lesa hópinn. Augljóslega var hann að tala við hóp af róttæklingum, það mátti sjá af klæðarburði hópsins og aðdraganda fundarins. Engu að sí­ður hagaði hann máli sí­nu eins og viðmælendurnir væru frjálslyndir miðjumenn – þ.e. með því­ að leggja rí­ka áherslu á það hversu sársaukalí­tið það yrði fyrir Íslendinga að viðurkenna Polisario-stjórnina og að það væri billeg leið til að tryggja sér alþjóðlega virðingu og jafnvel stórgróða.

Meira um Vestur Sahara hérna sí­ðar.