Vísindabyltingin

Það eru margar spennandi bækur að koma út fyrir jólin. Ein er þó efst á óskalistanum: Ví­sindabyltingin eftir Andra Steinþór Björnsson.

Á fyrsta lagi er Andri góður drengur og í­ öðru lagi er efnið mjög áhugavert. Ví­sindasagan er smánarlega vanrækt grein hérlendis. Þorsteinn Vilhjálmsson gaf út Heimsmynd á hverfanda hveli fyrir óralöngu og Andri ritstýrði við annan mann bæklingi með erindum úr fyrirlestrarröðinni „Er vit í­ ví­sindum?“ – þar sem talsvert var um ví­sindasöguskrif. Steindór J. Erlingsson hefur skrifað um erfðafræði og ritstýrði bók í­ lærdómsritunum á sviði lí­ffræðisögunnar.

Mikið meira er það nú ekki. Það er eins og í­slensku ví­sindasagnfræðingarnir endi allir í­ öðrum verkefnum.

Af öðrum bókum þá blóðlangar mig náttúrlega í­ Jarðfræðisögu Þorvaldar Thoroddsen, en 2.bindið er nýkomið út. Ef einhver þarna úti er með móral yfir að hafa ekki gefið mér stúentsgjöf, þá er heimilisfangið í­ sí­maskránni.