Rafmagnsnördar leynast víða
ígúst Flygenring veltir fyrir sér muninum á ljósastaurunum á Keflavíkurveginum og annars staðar. Það er augljóst að hann þyrfti að komast í heimsókn á Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur. Á myndasafni okkar má nefnilega finna slatta af ljósmyndum og teikningum af ljósastaurum frá ýmsum tímum. Þar á meðal eru bráðskemmtilegar myndir af því þegar stillingu ljósastaura var breytt vegna hægri umferðarinnar 1968, þá var nú handagangur í öskjunni!
Á safninu eru einnig líkön af mismunandi kynslóðum ljósastaura sem útbúin voru fyrir Reykjavíkursýningu í Hagaskólanum 1961. Við sama tækifæri voru útbúnar teikningar af vexti götulýsingarkerfisins frá 1921. Á sýningarsal safnsins má einnig sjá dæmi um natríum og kvikasilfurperur líkt og notaðar eru í stórum ljósastaurum í dag. – Þar gæti félagi ígúst fengið að sjá ljósaperurnar af Keflavíkurvegi í návígi!
Á andiri safnsins er svo að finna mikinn öndvegisgrip, forláta ljósastaur sem áður var gasstaur.
Að þessu tilefni hefur verið ákveðið að efna til götulýsingargetraunar hér á síðunni. Verðlaunin, sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur eftir Sumarliða Ísleifsson frá árinu 1996, hlýtur sá er kemst næst réttum svörum. (ígiskanir sendist á stefan.palsson@or.is) – Rétt er að taka það fram að Sverrir Guðmundsson, starfsmaður minn má ekki taka þátt í getrauninni.
1. Hvenær voru fyrstu götuljóskerin (steinolíulugtir) sett upp í Reykjavík?
2. Hversu mörg gasljós og gasljósastaurar voru í Reykjavík þegar gasstöðin tók til starfa árið 1910?
3. Hversu margir rafmagnsljósastaurar eru nú á veitusvæði Orkuveitunnar?
4. Hvenær voru fyrstu umferðarljósin sett upp í Reykjavík?
5. Hvers vegna mæddi sérstaklega mikið á þeirri deild Rafmagnsveitunnar sem sá um viðhald ljósastaura á árinu 1964?