Jæja, enginn frídagur í dag eftir allt saman. Sótti Köru á BSÁ og skilaði henni á Mánagötuna, þurfti svo að rjúka í vinnuna til að grafa upp postulínstappa fyrir gamlar tappalagnir, sem vinir mínir í byggðasafninu í Hafnarfirði eru að betla fyrir sýningu.
Tappalagnir eru stórskemmtilegar, en því miður á ég ekki nógu mikið af þessu efni. Og heldur ekki af tjöruvír, sem er bráðnauðsynlegur leikmunur.
Þið þarna úti sem lumið á hvoru tveggja: töppum eða vír – komið því á safnið og hljótið kaffibolla, koss og ævarandi þakklæti að launum. (Kaffi og kossar valkvæðir)
# # # # # # # # # # # # #
Útileikur gegn Brentford í kvöld. ígætis upphitun fyrir bikarleik liðanna á nýja árinu.
Annars vil ég miklu frekar fá þrjú stig í kvöld en að komast í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Bikarævintýri eru skemmtileg og gefa kannski einhvern pening í kassann – en við VERíUM að komast upp úr þessari helv. deild. Klúbbnum blæðir út ef við þurfum að hanga þarna mikið lengur.