Stjórnmálasaga

Á gær var ég beðinn um að skrifa grein á sviði stjórnmálasögu í­ bók. Ég eiginlega afþakkaði.

Þegar ég byrjaði í­ sagnfræðinni í­ háskólanum, fannst mér lí­klegast að ég myndi einkum sinna stjórnmálasögu og hagsögu. Ég hef mikinn áhuga á hvoru tveggja og er búinn að vera með stjórnmáladellu frá því­ að ég man eftir mér. Það var hins vegar eitt atvik sem varð til þess að breyta þessari afstöðu minni.

Á einum sagnfræðikúrsinum var verið að ræða stefnu Nýsköpunarstjórnarinnar í­ uppbyggingu sjávarútvegsins og gagnrýni Framsóknarflokksins á hana. Kennarinn taldi gagnrýnina hafa verið skynsamlega og bera vott um góðar hagstjórnarhugmyndir – mér fannst hún frekar minna á söguna um súru berin, að Framsókn hafi verið svekkt yfir að fá ekki sjálf að eyða strí­ðsgróðanum. Held að mí­n túlkun hafi verið nær lagi.

„Þú verður að ná að slí­ta þig úr hlutverki Allaballastráksins“ – slengdi kennarinn þá framan í­ mig. „Fokk“ – hugsaði ég – „má ég ekki einu sinni hafa skoðun á Nýsköpunarstjórninni? Verður þetta alltaf svona? Á hvert sinn sem mönnum lí­kar ekki skoðanir mí­nar, munu þeir þá afskrifa þær sem flokkspólití­ska lí­nu?“

Á þessu augnabliki ákvað ég að nenna ekki að fara út í­ stjórnmálasögu. Ekki vegna þess að mér fyndust svona fordómar sanngjarnir eða skynsamlegir, heldur vegna þess að ég nennti ekki að sitja undir svona pillum.

Á staðinn fór ég út í­ tækni- og ví­sindasöguna. Hún er raunar ekkert minna pólití­sk en saga flokkastjórnmálanna, en fordómarnir eru minni – eða í­ það minnsta öðruví­si.