Á dag blaðaði ég í breskri spurningabók sem ég keypti á einhverjum flóamarkaðnum fyrir slikk í þeirri von að fá innblástur fyrir Gettu betur. Eins og gerist og gengur er því lofað á forsíðu að eigandi bókarinnar verði hrókur alls fagnaðar í partýum og pöbba-spurningakeppnum.
Jafnframt er sérstakur reitur þar sem stendur: „With answers“.
Það er fjári hentugt að bjóða upp á svör í spurningabókum. Ætli það sé sami náunginn sem fattaði upp á þessu og sem byrjaði að gefa út alfræðibækur með stafrófsröð?