Vinningshafinn er fundinn! Jæja, þá

Vinningshafinn er fundinn!

Jæja, þá liggur fyrir hver hljóta mun verðlaunin í­ götulýsingargetraun sumarsins. Ekki bárust jafn mörg svör inn og vonast var til og reyndust flestir þátttakendur býsna fjarri réttu svari. Palli skúnkur reyndi mikið til að tryggja sér bókina, meðal annars með því­ að senda mér tvö SMS og einn tölvupóst. Hann getur hins vegar étið það sem úti frýs.

Sigurvegarinn er nefnilega Jóhanna Helgadóttir, skjalavörður á Borgarskjalasafninu. Jóhönnu var úrskurðaður sigurinn vegna þess að hún sýndi þá stórmennsku að afsala sér verðlaununum til Bryndí­sar Zoí«ga, landfræðinemans knáa með þeim rökum að afi Bryndí­sar hafi verið hinn eini sanni kuldaboli. Aðstandendur getraunarinnar fallast á þessi rök og Bryndí­s má því­ eiga von á veglegri bókargjöf með haustinu.

Jamm.

* * *

Hrafn Gunnlaugsson er sérstakur maður.