Fór í Hafnarfjörðinn í morgun í vinnuerindum. Skoðuðum nýju 8 metra ljósaperuna á torginu, frekar mikið antiklímax í björtu – kannski maður þurfi að renna inn eftir að kvöldlagi til að sjá útkomuna. Fórum í Hafnarborg og skoðuðum rafvæðingarsýninguna. Fín samantekt en hefði borið fleiri sýningargripi – eða amk að gripirnir væru á miðju gólfi en ekki úti í einu horninu.
Á neðri hæðinni var sýning iðnskólanema á listaverkum og hönnun sem unnin voru sem gjafir fyrir þjóðkunna Íslendinga. Var hrifnastur af svuntunni og derhúfunni úr kókdósunum sem ætlaðar voru Tomma í Tommaborgurum. Uppgötvaði að ég þekkti tvo af listamönnunum, Ollu systur hennar Bryndísar og Addú systur Sírnis. – Ætli listsýningaskammtur ársins sé ekki uppfylltur.