Að tapa fyrir stelpu…

Fyrir rúmlega fimmtán árum eða svo, kærðu Framarar leik gegn KA í­ yngri flokkunum í­ handbolta. ístæðan var sú að Akureyringarnir voru með stelpu í­ liðinu.

Stelpan var miklu stærri en pjakkarnir og raðaði inn mörkunum, engu að sí­ður gerðu menn stólpagrí­n að Frömurum fyrir tiltækið, forsvarsmenn Fram voru dregnir í­ viðtöl og sakaðir um að vera aumingjar sem þyldu ekki að tapa fyrir stelpu.

Sjónvarpið valdi meira að segja stúlkuna sem „mann vikunnar“ í­ samnefndum sjónvarpsþáttum sem mig minnir að Sigrún Stefánsdóttir hafi séð um. – Þetta voru ekki skemmtilegir tí­mar fyrir Framara.

Niðurstaðan í­ málinu varð sú að kæra Fram var tekin til greina. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að kynjaskiptingin í­ handboltanum gilti í­ báðar áttir, sem sagt að karlaflokkurinn sé einmitt KARLAflokkur. Önnur leið gæti verið að lí­ta á flokkana sem: opinn flokk annars vegar en kvennaflokk hins vegar.

Spurningin um það hvort karlaflokkurinn eigi að vera opinn er ekki ný af nálinni í­ í­þróttum. Á golfinu er litið þannig á málið, þess vegna hafa örfáar konur keppt í­ „karlaflokki“. Mig minnir endilega að ég hafi lesið um sprarkara í­ bandarí­skum ruðningi sem var kona. Samkvæmt því­ er einnig um opinn flokk að ræða í­ ruðningi.

Núna liggur fyrir tí­mamótaúrskurður í­ máli félags, sem vildi semja við knattspyrnukonu fyrir átökin í­ 2.deildinni í­ Mexí­kó. FIFA hefur nú bannað félagaskiptin, eins og lesa má um í­ Guardian. Með þessu virðist FIFA taka af allan vafa um að í­ karlaflokkurinn í­ knattspyrnu sé lokaður en ekki opinn.

Þetta mál kallar á margar áhugaverðar pælingar. Hvað segja til dæmis feministar? Er þessi úrskurður (og þá væntanlega eins handboltamálið á sí­num tí­ma) jákvæð eða neikvæð niðurstaða fyrir jafnréttisbaráttuna? Á því­ geta verið ýmsar hliðar.

Á fyrsta lagi má spyrja – er markmiðið að einhvern daginn muni karlar og konur keppa hvort við annað í­ flestum eða öllum í­þróttum? Er kynjaskiptingin „jákvæð mismunun“ og sem slí­k þyrnir í­ augum einhverra? Ef endanlega markmiðið er að konur og karlar keppi saman – þá hlýtur úrskurðurinn að vera áfall.

Á öðru lagi má spyrja – væri e.t.v. verið að gera lí­tið úr konum með því­ að gera karlaflokkinn að opnum flokki? Með því­ er í­ raun verið að segja að konur séu dæmdar til að standa körlum að baki í­ í­þróttum, en að sjálfsagt sé að leyfa einni og einni afburðakonu að spreyta sig með stóru strákunum? Mætti hugsa sér í­þróttagreinar þar sem konur stæðu sig almennt betur, þar sem kvennaflokkurinn væri opinn og stöku karl gæti reynt að keppa? Það er helst að einhverjar greinar fimleika komi upp í­ hugann.

Á þriðja lagi má spyrja – er FIFA ekki að senda misví­sandi skilaboð? FIFA krýnir heimsmeistara í­ knattspyrnu og velur besta knattspyrnumann ársins. Jafnframt er keppni um heimsmeistaratitil kvenna og besta knattspyrnukonan er valin. Með því­ að Brasilí­umenn séu einfaldlega taldir heimsmeistarar en ekki heimsmeistarar karla – er þá ekki í­ raun verið að segja að karlaflokkurinn sé opinn flokku?

Gaman væri að heyra feminisku afstöðuna í­ málinu.