Sérkennileg túlkun

Við Jón Hákon Magnússon höfum sjaldan séð heiminn með sömu augum. Á fréttinni í­ New York Times í­ dag, þar sem rætt er um í­slensku hersveitina í­ Afganistan kemst Jón Hákon að því­ að lærdómurinn sem draga megi af árásinni á í­slensku hermennina í­ Kabúl sé sá að næst ættu þeir að fara í­ fylgd vopnaðra varða.

Með öðrum orðum – það voru ekki nógu margir hermenn með í­ innkaupaleiðangrinum, þar liggur hundurinn grafinn!