Kom heim hálflúinn, eftir að hafa farið beint úr vinnunni til Palla, sem af snilli sinni og góðmennsku er búinn að hjálpa mér með tóndæmin fyrir GB-átök næstu daga. (Muna: Gefa Palla bjór á næstunni.)
Á svona dögum er gott að eiga góðar konur. Steinunn skipaði mér í bað, hellti út í það einhverju jukki sem bara konur vita hvað er og nuddaði svo þá mér bakið þegar upp úr var komið. Hrjúfraði mig svo með Valhalla-teiknimyndasögu, eftir að hafa keypt nokkrar nýjar bækur í Bóksölu stúdenta á dögunum. Sit núna í stofunni með Laphroaig-glas eins og fínn maður.
Það verður ekki mikið betra.
# # # # # # # # # # # # #
Ef ekki koma til stórtíðindi hér heima eða erlendis verður dregið í fyrstu umferð GB í Kastljósinu annað kvöld. Svo byrjar ballið næsta mánudagskvöld.
# # # # # # # # # # # # #
Á kvöld missti Luton toppsætið til Hull. Tranmere er bara fimm stigum á eftir. Bikarleikur um helgina, heima gegn Brentford. Hefði glaður skipt á þeim leik og sigri í dag. Þetta fer að verða verulega taugatrekkjandi.