Möbelfacta

Enn er ekki farið að gjósa í­ Heklu og rí­kisstjórnin ekki sprungin. Ætli það megi þá ekki treysta því­ að drátturinn í­ fyrstu umferðina í­ Gettu betur sleppi inn í­ Kastljósið í­ kvöld?

Fyrir þáttinn mun hins vegar reyna á tæknifræðinginn #, sem ætlar að byrja að skrúfa saman heljarmiklar Billy-hillur frá sænsku þrjótunum í­ IKEA. Það skelfir mig að hugsa til þess að ekki er nema eitt og hálft ár sí­ðan við keyptum hillur í­ Góða hirðinum og fengum aflóga hilluskrifli frá Palla, sem talið var að myndu útrýma hilluskorti heimilisins í­ eitt skipti fyrir öll. Hvaðan koma allar þessar bækur? Hvers vegna get ég ekki fengið af mér að setja bækur niður í­ geymslu? Og hvers vegna – þá sjaldan sem ég hef mig í­ það – þarf ég alltaf á þeim sömu bókum að halda örfáum vikum sí­ðar? TURK-182!