Ágúst og Economist Ágúst Flygenring

ígúst og Economist

ígúst Flygenring vitnar af fullum krafti í­ Economist um þessar mundir og sá ástæðu til að benda mér á grein um styttingu vinnuvikunnar í­ Frakklandi. Raunar misminnir ígúst að ég hafi fjallað sérstaklega um þessa hluti í­ tengslum við Tommy Sheridan vin minn, heldur skrifaði ég greinar um þessa löggjöf Jospin-stjórnarinnar.

„Lesa og læra Stebbi“ – klykkir ígúst út með, en það er í­ sjálfu sér lí­tinn lærdóm hægt að draga af greininni um það hvernig stytting vinnuvikunnar reynist. Þar eru bara endursögð rök franska vinnuveitendasambandsins gegn breytingunni – gagnrýni sem þeir hafa alltaf haldið á lofti og spásagnir um að allt muni fara á kúpuna hjá litlum fyrirtækjum þegar lögin byrja að ná til þeirra. Reyndar hafa frönsku atvinnurekendurnir neyðst til að viðurkenna að breytingin hafi ekki skaðað stórfyrirtæki né valdið þeim fyrirtækjaflótta sem hótað var á sí­num tí­ma. Það virðist þó ekki ætla að hafa mikil áhrif á málflutning þeirra í­ framhaldinu.

Hér er hins vegar vert að hafa það í­ huga, að samtök atvinnurekenda – jafnt í­ Frakklandi sem annars staðar – hafa alltaf sett sig á móti öllum breytingum á vinnutí­ma verkafólks og haft uppi sama sönginn um að þær muni leiða til hörmunga. Það er ekki eins og að 40 tí­ma vinnuvika sé neitt náttúrulögmál og að reiknað hafi verið út ví­sindalega að slí­kur vinnudagur tryggði hámarksframleiðni en allt annað væri verra. Þvert á móti! Verkalýðshreyfingin barðist fyrir núverandi kerfi í­ áratugi og lengst af gegn heimsendaspádómum hagfræðinga atvinnurekenda.

Ólafur Thors lýsti því­ yfir á sí­num tí­ma að það væru tvenn mistök sem hann sæi mest á eftir á sí­num pólití­ska ferli. Annars vegar að hafa stutt gengishækkun Jóns Þorlákssonar (ákvörðun sem engin nema Hannes Hólmsteinn telur að hafi verið skynsamleg), en hins vegar að hafa greitt atkvæði gegn vökulögunum um lágmarks hví­ldartí­ma sjómanna. En – sagði Ólafur, andstaða hans við vökulögin byggðist ekki á mannvonsku heldur því­ að áður en lögin fengust samþykkt hafði hver útgerðarmaðurinn og skipstjórinn á eftir öðrum komið að máli við hann og staðhæft að það væri ekki hægt að halda úti togaraútgerð á Íslandi ef hví­ldartí­mi yrði lögbundinn. Frægir aflaskipstjórar, sem voru virtir um allt land fyrir þekkingu sí­na á útgerð og fiskvinnslu, fullyrtu að setning vökulaganna myndi leggja sjávarútveginn í­ rúst.

Að sjálfsögðu kom í­ ljós að vinnuþrælkunin var ekki forsenda útgerðar á Íslandi og að sjávarútvegurinn styrktist ef eitthvað er við vökulögin. En það sem Ólafur Thors lærði af þessum deilum var að taka með fyrirvara áróðri og heimsendaspádómum hagsmunaaðila. Oft er það nefnilega bara í­haldssemin sem ræður andstöðu manna við nýja tilhögun.

Hver veit nema að eftir fimmtí­u ár verði 35 tí­ma vinnuvikan orðin eðlileg og sjálfögð í­ hugum manna, en að allar hugmyndir um enn frekari styttingu muni kalla á bölmóð hagfræðinga og hagsmunasamtaka á vinnumarkaði? Annað eins hefur nú gerst…