5. keppniskvöld

Fimmta keppniskvöldið er afstaðið. Það fór sem hér segir:

Flensborg 19 : Fjölbrautaskóli Snæfellinga 12. Bærileg fremmistaða hjá Hafnfirðingum og Grundfirðingar mega vel við una, enda enginn kominn á bí­lprófsaldur. Snævar heldur Flensborgurum við efnið eins og við mátti búast.

Fjölbrautaskólinn í­ Breiðholti 9 : Fjölbraut í­ Garðabæ 9 (12:10 eftir framlengdan bráðabana.) Breiðholt skreið áfram, en með fæst stig allra á bakinu eftir fyrstu umferð. Þau hljóta að geta gert betur. Bráðabaninn endaði á að ég þurfti að semja upp úr mér spurningar á staðnum, enda lí­tið útlit fyrir að undirbúnu spurningarnar hefðu mikið að segja fyrir liðin.

Menntaskólinn við Hamrahlí­ð 21 : Fjölbrautaskóli Suðurnesja 12. MH-ingar góðir að vanda. Suðurnesjamenn stóðu sig ágætlega og þau þurfa ekki að skammast sí­n fyrir sinn þátt. Varð samt undrandi að hvorugt liðið skyldi þekkja röddina í­ söngvaranum Prince undir lokin.

Svo var dregið:

Á þriðjudag mætast:

* Hamrahlí­ð – Laugarvatn
* Versló – Norðfjörður
* MA – ísafjörður

Á miðvikudag mætast:

* MS – Iðnskólinn
* Borgarholt – MR
* Flensborg – Laugar

Og á fimmtudag:

* Hraðbraut – Egilsstaðir
* FB – MK

Mér er ekki skemmt. Þarna mætast tvö langstigahæstu liðin úr fyrstu umferð – Borgarholt og MR. Annað þeirra mun því­ falla úr keppni í­ útvarpi. Það er ekki gott fyrir keppnina. Það hlýtur að vera hagur allra sem unna keppninni að sem sterkust lið komist í­ Sjónvarpið. Það sem verra er – er að útvarpið er í­ eðli sí­nu óréttlátara en sjónvarpið. Á lokaumferðum keppninnar berjast liðin um bjöllu og allir fá sömu spurningar.

Á útvarpinu gildir hins vegar huglægt mat mitt, annarra starfsmanna keppninnar og þeirra aðila sem ég nota sem ráðgjafa við spurningasamninguna. Við þurfum að meta hvað við teljum jafngildar spurningar. Það mat geta menn svo alltaf gagnrýnt eftir á, þegar úrslitin liggja fyrir. Þá geta menn haldið því­ fram að spurningarnar sem svarað var hafi verið of léttar, en hinar of þungar. Tapliðið bregst svo oft við með því­ að velta sér upp úr þessum mun á spurningum og telur sig órétti beitt.

Þegar dómarar vilja tryggja sig gagnvart svona krí­tí­k, þá eiga þeir eina auðvelda en slappa lausn. Það er hægt að hafa hverja ví­xlspurningu annað hvort svo einfalda að bæði liðin hljóta að svara rétt eða svo þunga að litlar lí­kur er á svari. Þetta losar dómarann undan allri gagnrýni, en skemmir að mí­nu mati keppnina því­ úrslitin ráðast þá á því­ hvort annað liðið slugsaðist til að taka einu eða tveimur stigunum meira í­ hraðaspurningum?

Við viljum ekki að úrslit í­ svona keppni ráðist á því­ hvort Logi kemst yfir einni spurningunni meira eða minna hjá hvoru liði. Þess vegna þurfa spurningarnar að dansa á lí­nu þess að vera strembnar en viðráðanlegar.

Ég er sem sagt EKKI kátur núna.

Að öðru leyti hlakka ég til átaka næstu viku.