Westmalle

Nú bar vel í­ veiði! Fórum í­ sunnudagssteikina til gömlu í­ Frostaskjólinu, þar sem pabbi leysti mig út með nokkrum flöskum af Westmalle trappista-bjór. Það er góður drykkur, sem maður tí­mir alltof sjaldan að kaupa sér. Nú munu þrælarnir í­ Rí­kinu vera nálega hættir að selja belgí­skan bjór, sem er enn ein sönnun á menningarlegri hnignun þjóðarinnar.

# # # # # # # # # # # # #

Er það rangt tekið eftir hjá mér, eða slepptu allir fjölmiðlar því­ að ræða um lóðauppboðið í­ Garðabæ á dögunum? Bæjarsjóður efndi til lóðauppboðs, fékk hátt verð fyrir og enginn æmti eða skræmti. – Það eru nú ekki margir mánuðir sí­ðan allt ætlaði vitlaust að verða þegar Reykjaví­kurborg bauð upp lóðirnar á Grafarholti eða þar í­ grennd. Þá var borgin sökuð um að rústa fjárhag fjölskyldna, spenna upp fasteignaverð og setja verktaka á hausinn í­ stórum stí­l. Samt var fermetraverðið miklu lægra en hjá Garðbæingunum núna. Skrí­tið…

# # # # # # # # # # # # #

Luton-menn eru enn að fagna efsta sætinu (reyndar bara á markatölu) sem endurheimtist á laugardag með 3:0 sigrinum á Stockport. Næsta laugardag er útileikur gegn Colchester, sem vissulega skiptir miklu máli – en það eru næstu tveir leikir þar á eftir sem geta í­ raun ráðið úrslitum í­ mótinu. Heimaleikir gegn Tranmere og Hull, liðunum í­ 2. og 3. sæti. Góð úrslit í­ þeim leikjum og við erum komnir langleiðina – tap eða töp og allt er komið í­ uppnám.

Mike Newell er snillingur. Vonandi fáum við að njóta krafta hans í­ nokkur ár áður en hann fer í­ úrvalsdeildina.