Viský & verkjalyf

íáááiiii… sit við tölvuna með viskýglas og bjór, nýbúinn að maula verkjatöflu. Vona að það slái eitthvað á sársaukann í­ löppinni. Fór í­ fótbolta í­ kvöld, lenti í­ samstuði þar sem ég fékk högg framan á sköflunginn og hef náð að togna einhvern veginn, í­ það minnsta er ég kvalinn frá tám og upp í­ hné. Hvers vegna er manni illt í­ tánum og ofan á ristinni eftir að fá spark í­ fótlegginn?

Sambland af sjálfsvorkunn, löglegum ví­muefnum og pillum hlýtur að leysa vandann – eða í­ það minnsta gera mér kleyft að skakklappast upp í­ rúm og halda ekki vöku fyrir Steinunni með æmtum og skræmtum.

# # # # # # # # # # # # #

Skilst að gamli Luton og Hearts-maðurinn Valois hafi verið að gera góða hluti með Burnley í­ kvöld. Stuðningsmenn Luton kunnu alltaf að meta þennan leikmann, en vissu sem var að hann væri of tekní­skur fyrir ruddaboltann í­ neðri deildunum. Þetta er spilari sem myndi blómstra í­ úrvalsdeildinni og það sé ég nú ekki gerast með Burnley.

# # # # # # # # # # # # #

Og þá að því­ sem margir lesendur þessarar sí­ðu (þessa daganna) hafa verið að bí­ða eftir. Umsögn um viðureignir kvöldsins.

Menntaskólinn við Hamrahlí­ð 23 : Menntaskólinn að Laugarvatni 12. Nánast endurtekning á frammistöðu liðanna frá sí­ðustu umferð. Ég upplifi MH-liðið á þann hátt að það sé mjög köflótt. Þau eru mjög vel að sér í­ því­ sem þau hafa áhuga á, en geta verið gloppótt í­ því­ sem ekki höfðar sérstaklega til þeirra.

Þetta hefur mér reyndast yfirleitt þótt einkenni á liðunum úr Hamrahlí­ð frá því­ að ég byrjaði að fylgjast með keppninni af alvöru fyrir 15 árum sí­ðan. MH-ingar eru mestu einstaklingshyggjumennirnir og láta ekki þjálfara eða dyntótta dómara stýra sér. Það getur verið veikleiki en lí­ka styrkur.

Laugarvatnsliðið mætti til leiks sannfært um að það myndi tapa. Aðeins meiri ákveðni hefði getað skilað nokkrum stigum í­ viðbót í­ hraðanum.

Verzlunarskólinn 24 : Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað 16. Það var allt annað lí­f að sjá Verslinga núna en sí­ðast. Ég minnti á það í­ sí­ðustu viku að það er varasamt að dæma Versló eftir fyrstu keppni og það sannaðist í­ kvöld. Liðið stóð sig mjög vel í­ hraðaspurningunum og var laust við þetta fát sem stundum hefur einkennt Verslinga. Taugarnar eru í­ það minnsta í­ betra lagi núna en oft hjá keppendum Versló.

Norðirðingar geta borið höfuðið hátt. Keppnin var í­ raun búin eftir hraðaspurningarnar, en í­ ví­xlinu tóku þeir t.d. mjög þungar í­þróttaspurningar sem ég átti frekar von á að ekkert svar kæmi við. Frammistaða Norðfirðinga sýnir að árangurinn 2002 var engin tilviljun. Litlir skólar úti á landi geta gert fí­na hluti í­ þessari keppni ef þeir detta niður á 1-2 góða einstaklinga og vinna skipulega og vel að málunum.

Menntaskólinn á Akureyri 20 : Menntaskólinn á ísafirði 15. Akureyringar léku nánast sama leikinn og í­ fyrstu umferð. Liðið stóð sig vel í­ hraðaspurningunum og hefur greinilega unnið undirbúningsvinnuna. Eftir að í­ ví­xlið var komið dró af þeim og lí­till munur var sjáanlegur á liðunum. Akureyri er þó komið aftur í­ Sjónvarpið og það er grí­ðarlega mikilvægt fyrir metnaðarfulla skóla. Að missa af sjónvarpsreynslu er mörg skref aftur á bak í­ þessari vinnu. – Eyðimerkurganga ísfirðinga heldur áfram og draumur Loga um að fá að fara vestur í­ sjónvarpskeppni er að engu orðinn að sinni í­ það minnsta…

MH, Versló og MA í­ sjónvarpið – The Usual Suspects kynni einhver að segja. Á morgun er svo risaslagur MR og Borgó, en einnig mætast MS og Iðnskólinn, sem og Flensborg og Laugar.

Farinn aftur að einbeita mér að því­ að vera illt í­ fætinum, ái, ái, ái…