Sætir í bleiku

Ég er semsagt að fara á þorrablót í­ kvöld en ekki annað kvöld. Alltaf fréttir maður eitthvað nýtt. Jæja, þá er best að búa sig undir það.

Á blótum ísatrúarfélagsins mega gestir drekka guðunum skál. Hjá mér hefur Heimdallur yfirleitt orðið fyrir valinu. Á því­ felst ekki pólití­skur brandari, heldur er um aðeins dýpri pælingu að ræða.

# # # # # # # # # # # # #

Á þessari sí­ðu má sjá búningasögu Luton Town frá upphafi til okkar daga. Myndi bleiki, upphaflegi búningurinn, vera málið núna? Varla…

Appelsí­nuguli búningurinn frá áttunda áratugnum virðist út úr kú eða a.m.k. án sögulegs samhengis. Á þessum árum þóttu Hollendingar hins vegar flottasta knattpsyrnuþjóð Evrópu og því­ varð liturinn fyrir valinu. Tilraunin frá 1999 til að endurvekja appelsí­nugula litinn var vond og minnir helst á búning gangbrautarvarða.

Á morgun er útileikur gegn Colchester. Þar þurfum við í­ það minnsta jafntefli, helst sigur.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun eyddi ég nokkrum athugasemdum úr athugasemdakerfinu mí­nu. Það hef ég nánast aldrei þurft (eða nennt) að gera áður. Ég er mjög umburðarlyndur gagnvart því­ sem skrifað er um sjálfan mig á þessa sí­ðu. Ég þoli mönnum lí­ka ansi margt í­ skrifum um fólki úti í­ bæ, en ef menn eru með dylgjur um annað fólk án þess að gera það undir fullu nafni, þá er mér ekki skemmt. Slí­kum skeytum verður eytt og ip-talan hripuð niður.