Á gær fékk ég senda í pósti nýútgefna bók, sem ég minnist hvorki að hafa pantað né að hafa lagt til að öðru leyti. Enginn gíróseðill fylgdi með og ekkert bendir til að tekið hafi verið af Visa-kortinu mínu fyrir henni.
Eitthvað segir mér að á næstu dögum verði hringt í mig og ég beðinn um að ritdæma bókina.
# # # # # # # # # # # # #
Er ég eini maðurinn sem botna ekkert í því hvers vegna Chelsea vinnur alla leikina sína? Þegar Arsenal og Man. Utd. voru langbestu liðin í ensku, þá skildi maður alveg í hverju yfirburðirnir lágu. Ég átta mig alls ekki á því með þetta Chelsea-lið. Jújú, ágætis mannskapur – en að þeir vinni hvern einasta leik fyrirhafnarlítið er furðulegt.
Stórleikur á laugardag. Luton – Tranmere. Mikilvægasti leikur liðsins í 5-6 ár segja menn á spjallþræði stuðningsmanna. Það er hreint ekki svo ótrúlegt.