Björn veltir vöngum yfir veðurfræðingum og kröftugri innkomu Þórs Jakobssonar inn í töffaraheim veðurfræðinnar. Ég er ekki sannfærður.
Held samt að flestir eigi sér uppáhalds-veðurfræðing. Þannig sé hægt að skipta öllum Íslendingum upp í Þórs-fólk; Trausta-fólk; Einars Sveinbjörnssonar-fólæk og svo framvegis. Held að allir þessir eftirlætisveðurfræðingar þjóðarinnar séu hjá Sjónvarpinu – þrátt fyrir ámjátlegar tilraunir Stöðvar 2 til að kynna „Sigga storm“ til sögunnar eins og hann sé Filmstjerne.
Hverjir eru uppáhaldsveðurfræðingar þeirra sem lesa þessa síðu? Ég gef Haraldi Ólafssyni mitt atkvæði. Hann er veðurfræðitöffari nýrrar aldar.
Greiðið atkvæði í athugasemdakerfinu hér að neðan.