Magnað! Þór vinnur veðurfræðinga-vinsældarkosninguna mína, þessu hefði ég aldrei trúað…
Á gær mætti ég í fimm ára afmæli Vísindavefs Háskólans. Hitti strákana sem stýra Stjörnufræðivefnum, sem ég tel besta fræðsluvef landsins um þessar mundir.
Á kvöld mættum við í tvö afmælisboð – þrítugsafmæli hjá Ernu Erlings og fimmtugsafmæli hjá Dúu, konu Kidda, bróður tengdamömmu.
Upp kom fatadrama hjá kvenþjóðinni. Það fólst í því að einhver var í flík sem einhverjum öðrum fannst of lík annarri flík. Það vakti ekki kátínu.
Fatadramað minnti mig á söguna af jökkunum tveimur. Hún var á þessa leið:
Eitt sinn var ungur sagnfræðinemi sem átti engan jakka. Að lokum ákvað hann að fara til Guðsteins á Laugaveginum og kaupa sér jakka. Hann var gráköflóttur
Næst þegar ungi sagnfræðineminn mætti í kaffistofuna í írnagarði, uppgötvaði hann hvers vegna jakkinn hafði verið svo kunnuglegur. Sverrir Jakobsson, vinur hans, átti nefnilega nákvæmlega eins jakka. Undu þeir súrir við sitt.
Síðar ákvað ungi sagnfræðinemin að nóg væri komið. Hann keypti sér nýjan jakka, sem ekki minnti á flikur annarra sagnfræðinema. Jakkinn var gulur.
Tveimur mánuðum eftir að sagnfræðineminn keypti sér gula jakkann, kom Ólafur vinur hans í heimsókn. Hann hafði einmitt vantað nýjan jakka og keypt sér einn assgoti fínan….
Svona ganga kaupin á eyrinni…