Rölt um miðbæinn

Á gær gekk ég fram og aftur miðbæinn í­ fylgd góðra manna. Svo virðist sem einhverjir hafi tekið sig til og lí­mt upp fjölda plakata gegn strí­ðsrekstri Íslands í­ írak, Afganistan og Júgóslaví­u á ví­ð og dreif um bæinn. Gott mál. Hverjir skyldu hafa staðið fyrir þessu?

Eftir gönguferðina miklu settumst við Palli inn á Mánagötuna, fengum okkur bjór, kláruðum Balvenie-flöskuna og hlustuðum á Morrissey o.fl. Komumst að þeirri niðurstöðu að Bona Drag sé besta Morrisey-platan og betri en nokkuð það sem Smiths gerðu á ferlinum. „Tha Last of the Famous International Playboys“ og „Everyday is Like Sunday“ eru lí­klega flottustu lög Morrisey. Þessi uppgötvun gæti kallað á enduskoðun á lista mí­num yfir 20 bestu lögin í­ plötusafninu mí­nu, en þar hefur „Paint a Vulgar Picture“ af Strangeways alltaf verið í­ 1-2 sæti.

Hvers vegna tekur ekki einhver snillingurinn sig til og flytur inn Morrisey og setur upp tónleika í­ Höllinni?

Hvers vegna sátum við fram á fjórða tí­mann?

Og – hvers vegna í­ ósköpunum snerum við okkur að blandaða hroðanum þegar einmöltungurinn var búinn?

Hér vantar meira vatn.