95% allra stjórnmálamanna hafa komið sér upp heimasíðu – flestir með fínum lénum. Ansi margar drabbast niður og í sjálfu sér lítið við því að segja.
Það er hins vegar alltaf pínlegt þegar metnaðarfull en brostin markmið um örar uppfærslur standa eftir sem minnismerki um slóðaskapinn.
Minnisatriði: ALDREI – ALDREI – að stofna lið á síðunni sinni sem heitir „e-ð“ vikunnar.
Dagur B. Eggertsson feilar á þessu. Þar má, nú í febrúarslabbinu lesa:
STÓRLEIKUR VIKUNNAR
Sólin á tvímælaust stórleik þessarar viku, og raunar síðustu vikna. Hún skín á háa sem lága. Þeir sem hafa brennt sig í umræðunni um fjölmiðlamálin ættu að sýna meiri aðgát gagnvart þessum hversdagslega lúxus.
Ljótt, ljótt – sagði fuglinn!