Geimvera ofan á tölvuna

Það er komin geimvera ofaná tölvuna mí­na. Það er nánar tiltekið lí­til, loðin og græn kúla – með sólgleraugu og loftnet upp úr hausnum.

Geimveran er gjöf frá gesti í­ Rafheimum, strák sem kom hingað í­ einkaheimsókn ásamt stuðningsfulltrúa frá skólanum sí­num. Hann er mikill aðdáandi Rafheima og var ofboðslega hamingjusamur að fá að útskýra það sem hann vissi fyrir og prufa nýjar tilraunir á staðnum.

Svona heimsóknir eru meðal þess skemmtilegasta sem ég geri í­ vinnunni. Og ekki spillir fyrir að vera leystur út með gjöfum!