Saltkjöt – en engar baunir

Saltkjötsveislan hjá tengdó var afbragð. Þar voru rófur, soðkökur og kartöflur ásamt saltkjöti og saltkjötsúpu. Ekki stuðlaði þetta át hins vegar að mikilli knattleikni í­ þriðjudagsboltanum áðan.

Fæðingarnámskeiðið í­ heilsuverndarstöðinni hófst sí­ðdegis. Þar sem tekið var fram strax í­ upphafi að allt sem þar færi fram væri trúnarðarmál, þá gæti ég ekki verið þekktur fyrir að blogga um það hér. En hvað gerist ef maður fellur á fæðingarnámskeiði? Fær maður þá ekki fæðingarréttindi eða verður að tiltla sig fæðingarleiðbeinanda? Spyr sá sem ekki veit.

MS-Laugar á morgun GB. Á sama tí­ma í­ fyrra var ég að fara yfir um af stressi. Núna er ég sallarólegur. Er ekki endilega viss um að það sé gott.